Stjórnendaábyrgðar-trygging

Öll fyrirtæki tryggja sig gagnvart ýmiss konar ófyrirséðum atburðum.

Sækja um

Stjórnendaábyrgðar-tryggingar

Öll fyrirtæki tryggja sig gagnvart ýmiss konar ófyrirséðum atburðum.


Stjórnendaábyrgðartryggingar eru ákveðin viðbót við hefðbundar skaðatryggingar en þær eru teknar til tryggingar stjórnendum og yfirmönnum fyrirtækja í því skyni að vernda þá gegn fjárhagslegum skaða sem kann að leiða af starfi og ákvörðunum þeirra í þágu fyrirtækisins. Meginmunurinn á slíkum tryggingum og hefðbundnari tryggingum í fyrirtækjarekstri er að hinn vátryggði þarf sjálfur að taka til varna gegn ásökunum á hendur sér.


Að vissu leyti veita tryggingarnar stjórnendum öryggi til að sinna störfum sínum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af persónulegum fjárhagsskaða.


Almenn framkvæmd við tjónsatburð er að tryggingafélagið tekur til varna fyrir hinn vátryggða að því marki sem gildi tryggingarinnar næði til.


Stjórnendaábyrgðartryggingar eru sjálfstæðar gagnvart hinum vátryggða sem getur komið sér vel ef viðkomandi félag yrði ógjaldfært en kröfur á hendur stjórnendum lægju engu að síður fyrir.


Að öðru leyti kemur tryggingin einnig til verndar fjárhag félaganna þar sem hægt er að leggja kröfu á hendur félaginu sjálfu óháð stjórnanda þess. 

Tryggingin gerir ráð fyrir mismunandi tegundum verndar.

Er þá talað um að í henni felist vernd samkvæmt ákveðnum hliðum: 

  • INSURING CLAUSE A:

    INSURED PERSONS LIABILITY COVER The INSURER will pay on behalf of the INSURED PERSONS all LOSS reasonably incurred by or on behalf of INSURED PERSONS arising out of a CLAIM for a WRONGFUL ACT except when and to the extent that the COMPANY has indemnified the INSURED PERSONS for such LOSS 

  • INSURING CLAUSE B:

    COMPANY REIMBURSEMENT COVER The INSURER will pay on behalf of the COMPANY all LOSS reasonably incurred by or on behalf of the INSURED PERSONS arising out of a CLAIM for a WRONGFUL ACT for which and to the extent that the COMPANY has indemnified the INSURED PERSONS for such LOSS 

  • INSURING CLAUSE C:

    INVESTIGATIONS COVER The INSURER will pay on behalf of the INSURED PERSONS, or the COMPANY in the event that the COMPANY has indemnified the INSURED PERSONS, all LOSS reasonably incurred by or on behalf of the INSURED PERSONS in respect of INVESTIGATIONS 

  • INSURING CLAUSE D:

    ENTITY COVER FOR SECURITIES CLAIMS The INSURER will pay on behalf of the COMPANY all LOSS reasonably incurred by or on behalf of the COMPANY arising out of a SECURITIES CLAIM for a WRONGFUL ACT

Vátryggingarskilmálar hjá Tryggja kveða þannig á um fjórar mismunandi hliðar, þ.e. hlið A, B, C og D. Hver hlið kveður á um greiðslu bóta við tiltekin atvik.

Þannig felur vernd samkvæmt hlið A í sér greiðslu bóta vegna kröfu sem er til komin vegna óréttmætra aðgerða stjórnanda (e. wrongful act). 

Vernd eftir hlið B felur í sér greiðslu bóta til félags stjórnandans hafi félagið staðið straum af kostnaði vegna málaferla stjórnanda hingað til. 

Hlið C leiðir til verndar gagnvart stjórnanda eða félagi hans, ef það hefur greitt kostnað stjórnanda, sæti hvor þeirra rannsóknum á starfsemi sinni. Er hér átt við rannsóknir opinberra eftirlitsaðila á borð við Fjármálaeftirlitið, rannsóknarlögreglu, skattrannsóknarstjóra og aðra aðila sem í valdheimilda sinna er falið eftirlitshlutverk. 
Að lokum tekur vernd samkvæmt hlið D til krafna vegna verðbréfa sem höfðað er gagnvart félaginu sjálfu en ekki stjórnanda þess. Með tilliti til þessa getur vátryggingartaki þannig óskað verndar samkvæmt öllum hliðum eða jafnvel bara einni þeirra. 

Fyrirtæki hér á fróni hafa oftast óskað verndar allra hliða, en óski stjórnandi verndar dugar honum að njóta verndar samkvæmt hlið A.

Share by: