Sækja um


Einföld lausn í flóknu umhverfi í 25 ár
Tryggja ehf. er ein elsta vátryggingamiðlun á Íslandi. Hún var stofnuð 1995 og spratt upp úr þeirri hugmynd að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn. Með samstarfi við evrópsk vátryggingafélög þróuðust verkefni fyrirtækisins í þá átt að þjónusta tjón þeirra hérlendis. Meðal annars nýttu nokkur félög á Lloyd‘s markaðnum sér þjónustu fyrirtækisins til uppgjörs tjóna sem vátryggð voru á Íslandi.

Í dag starfar Tryggja með fjölda vátryggingafélaga víðsvegar um heiminn. Meðal verkefna okkar er að aðstoða fyrirtæki og sveitarfélög með vátryggingar og ekki síður að stækka þann ramma sem settur er utan um það hugtak. Tryggja aðstoðar við tjónauppgjör, en félagið og starfsmenn þess hafa starfað hinu megin borðs hjá vátryggingafélögum til lengri tíma og aðstoðað einstaklinga við að yfirfara vátryggingar.

Eigendur eru Smári Ríkarðsson og Baldvin Samúelsson, en saman hafa þeir tæplega 35 ára reynslu í hönnun vátrygginga, tjónauppgjörum og almennri miðlun vátrygginga.


Ráðgjafi á einstaklingssviði

 • Tryggja vátryggingamiðlun óskar eftir söluráðgjafa í sölu á tryggingum til einstaklinga.
 • Tryggja miðlar vátryggingum fyrir TM á einstaklingssviði.
 • Starfið er mjög fjölbreytt en um leið krefjandi.
 • Við horfum til aldursins 25 ára og eldra, starfið hentar báðum kynjum.
 • Hjá Tryggja starfa í dag um 25 manns í ýmsum störfum.
 • Við bjóðum uppá létt og skemmtilegt andrúmsloft og frábæra vinnuaðstöðu.
 • Samkeppnishæf laun í boði.

Sölustjóri á einstaklingssviði

 • Sölustjóri mun sjá um að viðhalda sterku sambandi við núverandi sölufulltrúa félagsins og öflun nýrra viðskipta.
 • Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu af markaðsstörfum, markhópagreiningum og gerð markaðsgagna.
 • Sölustjóri þarf að hafa góða tölvukunnáttu.
 • Umsækjandi skal hafa háskólagráðu eða víðtæka reynslu af sölustjórn.
 • Við óskum eftir að umsækjandi geti hafið störf eigi síðar en 10.02.17.
 • Starfið hentar báðum kynjum.
 • Sölustjóri er hluti af yfirstjórn félagsins og heyrir beint undir eigendur félagsins.
 • Í boði eru samkeppnishæf laun auk árangurstengdra bónusa.
 • Tryggja býður uppá nútímalega vinnuaðstöðu í glæsilegu húsnæði í Síðumúla.Sækja um starf!

Ef þetta er eitthvað sem þú gætir hugsað þér endilega sendu inn umsókn. Mikilvægt er að fylla út öll svæði og setja ferilskrá í viðhengi.