Um okkur

Attitude is a little thing that makes a big difference.
– Winston Churchill


Einföld lausn í flóknu umhverfi í 25 ár
Tryggja ehf. er ein elsta vátryggingamiðlun á Íslandi. Hún var stofnuð 1995 og spratt upp úr þeirri hugmynd að innleiða erlendar vátryggingar á markaðinn. Með samstarfi við Evrópsk vátryggingafélög þróuðust verkefni fyrirtækisins í þá átt að þjónusta tjón þeirra hérlendis. Meðal annars nýttu nokkur félög á Lloyd‘s markaðnum sér þjónustu fyrirtækisins til uppgjörs tjóna sem vátryggð voru á Íslandi.

Í dag starfar Tryggja með fjölda vátryggingafélaga víðsvegar um heiminn. Meðal verkefna okkar er að aðstoða fyrirtæki og sveitarfélög með vátryggingar og ekki síður að stækka þann ramma sem settur er utan um það hugtak. Tryggja aðstoðar við tjónauppgjör, en félagið og starfsmenn þess hafa starfað hinu megin borðs hjá vátryggingafélögum til lengri tíma og aðstoðað einstaklinga við að yfirfara vátryggingar.

Eigendur eru Smári Ríkarðsson og Baldvin Samúelsson, en saman hafa þeir rúmlega 35 ára reynslu í hönnun vátrygginga, tjónauppgjörum og almennri miðlun vátrygginga.