Verðkannanir fyrirtækjatrygginga


Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða tjón á eignum, þá hefur Tryggja ehf. bæði verkfærin og þekkinguna til að aðstoða þig við að leita réttar þíns. Aðalatriðið er að láta reyna á rétt sinn til skaðabóta.


Fyrirtæki hafa óskað eftir því að Tryggja ehf., taki viðskiptalega áhættu á verkefninu og sjái til þess að hagræða í iðgjöldum og vátryggingum þess.  Tryggja ehf hefur samið þannig að það fær 25 – 40% af lækkun miðað við gildandi vátryggingaiðgjöld og tímagjald sem samið er um.

Hér eru dæmi um þær leiðir sem eru í boði:

1)Tryggja þiggur 25% af lækkun fyrsta árs þá er tímagjald rukkað á unnar klukkustundir. Tímagjald er 15000 kr auk vsk.

2) Tryggja tekur viðskiptalega áhættu með sínum viðskiptavini og þiggur þá einungis hlutfall af lækkun eða 40% af fyrsta árs lækkun.

3) Viðskiptavinur gerir viðskiptasamning við Tryggja.
Tryggja sér þá um að halda fyrirtækinu á samkeppnishæfum verðum og með rétta vernd gagnvart þeirri áhættu sem viðkomandi rekstur skapar. Fyrir þetta þiggur Tryggja mögulega tímagjald, fer eftir umfangi viðskiptanna auk þóknunar frá vátryggjanda. Mörg fyrirtæki kjósa því að vera með sín viðskipti hjá Tryggja og nýta sér þá samninga sem félagið hefur við hin ýmsu vátryggingarfélög.

Við áhættumetum og vátryggjum þær áhættur sem þurfa þykir og aðstoðum svo okkar viðskiptavini ef til tjóns kemur. Þau vátryggingafélög sem við nýtum og eigum viðskipti við eru tilgreind undir hnappnum samstarfsaðilar.

Tryggja hefur í gegnum tíðina tekið saman iðgjöld og taxta í hverri vátryggingargrein fyrir sig og metið þá þróun sem á sér stað innan hverrar atvinnugreinar fyrir sig.
Þessi vitneskja er mjög verðmæt og hefur leitt oft á tíðum til mikillar hagræðingar auk þess að minni líkur eru á helgidögum í vátryggingar verndinni.