Útboð vátrygginga sveitarfélaga og stærri fyrirtækja

“… Tryggja.is sá um útboð á vátryggingum Ísafjarðarkaupsstaðar og dótturfélaga.  Útboðið var unnið af fagmennsku og það var mjög gott að geta haldið ákveðinni fjarlægð sveitarfélagsins frá verkefninu enda skilaði þetta góðum og sanngjörnum iðgjöldum.  Ég fyrir mitt leyti myndi þiggja þessa aðstoð aftur þegar þar að kemur.”
Daníel Jakobsson bæjarstjóri, Ísafjarðarkaupsstaður


Tryggja ehf. hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki og sveitarfélög með yfirferð og áhættugreiningu á sínum vátryggingum. Við nálgumst slík verkefni útfrá núverandi vátryggingum, metum svo út frá mögulegum áhættum sem steðja að rekstrarhæfi komi til tjóns.

Við greinum svo þau iðgjöld sem verið er að greiða og skoðum taxta á viðkomandi vátryggingargreinum og berum saman við sambærileg fyrirtæki. Einnig greinum við tjón í fortíð og skoðum hvort sé lag að fara í forvarnarstarf sé tjónahlutfall óeðlilegt miðað við þá atvinnugrein sem viðkomandi er í.

Við höfum svo mætt í fyrirtæki og stofnanir með fyrirlestur fyrir starfsmenn, þar sem farið er í gegnum þennan þátt.

Sveitarfélög og stórfyrirtæki, hafa fengið Tryggja, til að sjá um útboð fyrir sig á sínum vátryggingum. Tryggja hefur einnig unnið með Ríkiskaupum varðandi ráðgjöf og uppsetningu útboðsgagna fyrir sveitafélög.