Sérlausnir

Tryggja hefur yfir fagfólki að skipa sem hefur komið að smíði ýmisa vátryggingalegra sérlausna fyrir fyrirtæki sem þurfa á sértækum vátryggingum hér heima sem erlendis.


Í einhverjum tilfellum er um lausnir að ræða sem aðilar semja um varðandi viðkomandi verkefni.

Dæmi um sérlausnir eru verkefni erlendis og krefjast þekkingar á t.d ýmsum stóráhættum.

Oft eru ákveðnar áhættur þannig að erfitt er að leggja beint mat á þær s.s pólitískar áhættur, umhverfis slys, ferðalög starfsmanna til stríðshrjáðra landa og möguleg áhætta á mannráni í því landi sem á að fara að vinna í.

All risk tryggingar á verkefni erlendis þar sem löggjafi í viðkomandi landi kveður á um að nota þurfi vátryggjanda sem starfar undir flaggi viðkomandi ríkis.

Tryggja hefur skrifað heilu skýrslurnar og verið ráðgefandi aðili milli einkaaðila og opinberrar stjórnsýslu í þróuðum og vanþróuðum löndum.

Einnig eru oft ýmis verkefni sem þarf að leysa t.d með útlánastofnunum, semja um vexti, afborganir og lánsfjárhæðir hér gætum við komið að og leyst málin með tryggingalegri hugsun og tryggt bæði greiðsluflæði, verktíma og all risk á verkframkvæmd. Slík nálgun ætti undir eðlilegum kringumstæðum að tryggja fjármögnun á betri kjörum en ella.

Það er ekki til neitt í okkar huga sem ekki er til lausn á. Hafir þú einhverja spurningar vertu þá í sambandi við okkur og við finnum réttu lausnina fyrir þig.