Vöruflutningar

Hvort sem um er að ræða fluttning á landi eða láði þá eigum við lausnina fyrir þig.


Fyrir fyrirtæki sem stunda innflutning eða útflutning þarf að huga að mörgum hættum sem stafa af því að stunda slíkan rekstur.
Algengar og augljósar hættur eru að gámur missi hitastig, að gámur leki eða hreinlega skoli á haf út, vörur skemmast vegna óveðurs á sjó eða í flugi og svo má ekki gleyma sameiginlegu sjótjóni en dæmi eru um að fyrirtæki hafi farið mjög illa fjárhagslega í slíku tjóni því ekki voru tryggingar fyrir slíku til staðar.
Tryggja verslar þessar vátryggingar bæði af innlendum sem erlendum vátryggingarfélögum.

Hér er listi yfir nokkrar tegundir af flutningstryggingum
Cargo skilmáli A,B,C (innlend tryggingarfélög og Lloyd´s)

  • A) All risk trygging sem tekur á öllum þeim tjónum sem upp kunna að koma.
  • B) Altjóns trygging sem tekur á því tjóni þar sem vara skemmist að öllu leiti og vátryggt er afferming úr skipi.
  • C) Altjón án þess að vátryggja affermingu úr skipi.

Stock and transport (Lloyd´s)
Þessi vátrygging vátryggir aðkeypt hráefni frá því það fer frá birgja, framleiðsluferli á hráefninu og geymslu á unninni vöru þar til varan er komin í hendur þriðja aðila. Allt þetta ferli og geymsla er vátryggt í All Risk skilmála allan tímann.

Cargo Rejection (Lloyd´s)
Hentar framleiðsluaðilum í útflutninig á viðkvæmu hráefni. Þessi vátrygging tekur á því tjóni sem getur skapast við höfnun á útfluttri vöru, sem dæmi; taki heilbrigðisyfirvöld í viðkomandi landi ákvörðun að hleypa vöru ekki inn í viðkomandi land, þá er útflutningsaðilinn tryggður fyrir því fjártjóni sem skapast við höfnunina. Þetta er alþekkt þegar vörur eru sendar til þriðja heims ríkja og þar sem spilling ræður ríkjum.