Starfsvernd

Starfsörorkutrygging í samstarfi við Lloyds.  Við köllum hana Starfsvernd


Hvað er starfsörorka?
Starfsörorka þýðir að lendi viðkomandi í sjúkdómi eða slysi sem dregur það mikið úr starfsgetu að viðkomandi þurfi að skipta um starfsvettvang.

Vátryggingin tekur á sjúkdómi og slysi með lágmarks biðtíma bóta eða einungis 14 dögum.
Komi til þess að vátryggður einstaklingur þurfi að hætta stundaðri vinnu þá greiðast út bætur sem 100% örorka.

Við getum vátryggt starfsmenn í flestum öllum starfsgreinum.

Bótaþættir vátryggingarinnar eru meðal annars;

Varanleg örorka; Vátryggt er allt að fimmföldum árstekjum eða að 50 milljónum að hámarki.

Tímabundin örorka; Vátryggt er allt að 80% launa í tvö ár með 14 daga biðtíma á slysa og sjúkraþætti.