Viðburðir og útihátíðir

Sjáðu um að þinn viðburður verði skemmtilegur en ef eitthvað ber útaf vertu þá viss um að hafa talað við ráðgjafa Tryggja.


Tryggja hefur tök á að útvega vátryggingar fyrir hverskyns mannfögnuði.

Ef þú ert að halda viðburð s.s. tónleika þá getur Tryggja séð um að útvega allar þær vátryggingar sem þurfa þykir.  Því miður er oft vanhöld á þessum þætti hjá viðburðaraðila.
Svona rekstur skapar oft mikla áhættu í stuttan tíma og má því lítið út af bera þegar atburðurinn á sér stað.
Þeir sem skipuleggja viðburði gera sér oft ekki grein fyrir að viðkomandi gestur er á þeirra vegum og því liggur ábyrgðin á skipuleggjandanum jafnvel þó svo að viðburður fari fram undir þaki þriðjaaðila.

Þær vátryggingar sem Tryggja getur útvegað fyrir viðburði og eða útihátíðir eru meðal annarra;

  • Forfalla trygging vegna veikinda eða afboðunar listamanns eða vegna þess að flugumsjónarsvæði var lokað vegna t.d. eldgoss eða óveðurs.
  • Ábyrgðartrygging vegna gesta í samkomusal eða á tiltekið svæði.
  • Leigutryggingu til staðhaldara á greiðslu vegna afnota á húsnæði eða landi vegna útihátíðar. Vátryggð er þá greiðsla á leigurétti og skemmdum.
  • Vátryggðir lausafjármunir s.s. hljóðkerfi, svið og annað í flutningi milli landa og landssvæða.
  • Vátryggð endurgreiðsla á útlögðum kostnaði komi til þess að endurgreiða þurfi auglýstan viðburð vegna vanefnda þriðjaaðila.

Vátryggingar þessar eru fengnar frá Lloyd´s í gegnum Integro, TM og Sjóvá sem og mögulega öðrum vátryggjendum.