Verktryggingar

Verktryggingar sem Tryggja útvegar eru í samstarfi við Integro og eru fengnar á Lloyd´s.


Það vefst oft fyrir verktökum og öðrum fyrirtækjum að taka þátt í útboðum vegna þess þáttar að opinberir aðilar og stórfyrirtæki fara fram á að fá verktryggingu sem ábyrgð fyrir verklokum.
Þessa vátryggingu hefur verið erfitt að fá um árabil en núna með samstarfi við Integro höfum við aðgengi að slíkum vátryggingum í gegnum Lloyd´s markaðinn.

Með þessu samstarfi okkar þá getum við aðstoðað verktaka og þá sem þurfa á slíkri vátryggingu að halda að stækka og dafna með þáttöku í útboðum sem áður var hugsanlega ekki mögulegt.