Stóráhætta

Þegar kemur að stórum áhættum þá hefur Tryggja gert samstarfssamninga við vátryggingafélög sem eru leiðandi á því sviði, bæði hér heima sem og erlendis.


Hugtakið um stóráhættu er þar sem tjón getur verið það mikið að það geti hlaupið á hundruðum eða milljörðum króna.

Skilgreining stóráhættu er ekki jarðskjálftar, flóð, snjóflóð eða eldgos sem veldur stórtjóni á tilteknu landsvæði. Slíkt tjón eða slík áhætta er vátryggð undir Viðlagatryggingu á Íslandi. Sjá www.vidlagatrygging.is og fellur ekki undir þessi mál.

Stóráhætta skilgreinum við sem áhættu á stóru tjóni á skilgreindu svæði. Sem dæmi um stóráhættu eru alþjóðaflugvellir, tónlistar- og menningarhús, stór hótel, stór farþega og veiðiskip, olíuborpallar og fjölhreyfla flugvélar.

Þessar áhættur þarf að vátryggja samkvæmt sérstöku áhættumati.

Slíkar áhættur hefur Tryggja metið í samstarfi við vátryggingarfélög hér heima og erlendis.

Tryggja á í samstarfi við Integro, Generali, QBE, Catlin, Sjóvá, TM ásamt nokkrum syndicate á Lloyd´s varðandi slíkar áhættur.