Hóptryggingar

Hóptryggingar er oftast miðuð við tíu manns eða fleiri.

Sniðug leið fyrir fyrirtæki að bæta við starfskjör starfsmanna sinna og eins fyrir sjúkrasjóði stéttarfélaga til þess að nýta fé félagsmanna í þeirra þágu.


Tryggja hefur um árabil aðstoðað fyrirtæki, verkalýðsfélög og starfsmannafélög við að greina þörfina á þeim möguleika við að tryggja stóra hópa af fólki í svokölluðum hóptryggingum.
Kosturinn við slíka tryggingu er að í flestum tilfellum eru þessar vátryggingar settar upp án þess að fara í áhættumat á hvern einstakling heldur er hópurinn aldursgreindur og iðgjald fundið með tilliti til aldurssamsettningu hópsins.

Hóplíftrygging er sniðug lausn til að veita starfsmanni eða félagsmanni aukna vernd sem fæst við aðild að hagsmunafélagi eða fyrirtæki.

Aðilar sem ættu að taka slíka tryggingu eru;

  • Starfsmannafélög fyrirtækja
  • Hagsmunafélög
  • Sjúkrasjóðir
Hópslysatrygging er sniðug lausn til að veita starfsmanni eða félagsmanni aukna vernd sem fæst við aðild að hagsmunafélagi eða fyrirtæki.

Aðilar sem ættu að taka slíka tryggingu eru;

  • Starfsmannafélög fyrirtækja
  • Hagsmunafélög
  • Sjúkrasjóðir
Hópsjúkratrygging er sniðug lausn til að veita starfsmönnum fyrirtækis sem starfa erlendis vernd gegn minni áföllum s.s kostnaði við að sækja grunn heilbrigðisþjónustu í viðkomandi landi.
Íþróttafélög geta með aðstoð Tryggja vátryggt iðkendur í keppni og æfingu.

Sports cover í samstarfi við Tryggja hefur sérhannað vátryggingu fyrir iðkendur og foreldra viðkomandi.

Allar upplýsingar veitir Baldvin í síma 4141999 eða á baldvin@tryggja.is