Sjávarútvegur

Við austurströndina stóðum á dekki störðum í sortans kólguský.
Drunur brimsins bárust um loftið og bæn mín drukknaði óttanum í.

– Bubbi Morthens


Tryggja hefur tök á að vátryggja allar þær áhættur sem tengjast íslenskum sjávárútvegi. Allt frá veiðum til flutnings og afhendingar.

Við getum vátryggt fiskiskip og smærri fiskibáta, flutningaskip, þjónustuskip, snekkjur og skemmtibáta, áhafnatryggingar, ábyrgðartryggingar, kæli og frystivörutryggingar, veiðarfæratryggingar, frystihús, bifreiðar og launþega í landi

Vátryggingar sem eru algengar í þessum iðnaði eru:

  • Húftrygging fiskiskipa
  • Bruna og þjófnaðartrygging veiðarfæra
  • Kæli og frystivörutrygging
  • Áhafnartrygging
  • Launþegatryggingar
  • Eignatryggingar í landi
  • Farmtryggingar
  • Cargo rejection
  • Stock and transport

Tryggja undirritaði  á vordögum 2014 samning við Landssamand smábátaeigenda, þess efnis að aðstoða félagsmenn þess að fá heildstæða greiningu á vátryggingum þeirra með tilliti til þeirrar áhættu og þeirra iðgjalda sem þeim stendur til boða.

Einnig hefur Tryggja samið við Catlin, sem er eitt stærsta vátryggingafélag Lloyd´s, að bjóða starfstengda sjúkra- og slysatryggingu fyrir útgerðarmenn.

Stock and Transport er ný flutningstrygging sem Tryggja er fyrst til að bjóða á Íslandi, en þessi vátrygging tryggir keypt hráefni frá því það fer frá byrgja. Framleiðsluferli á hráefni og geymsla á unninni vöru er vátryggt þar til varan er komin í hendur þriðja aðila. Allt þetta ferli og geymsla er vátryggt í All Risk skilmála allan tímann.

Cargo Rejection getur hentað framleiðsluaðilum í útflutninig á viðkvæmu hráefni. Þessi vátrygging tekur á því tjóni sem getur skapast við höfnun á útfluttri vöru, sem dæmi taki heilbrigðisyfirvöld í viðkomandi landi ákvörðun að hleypa  vöru ekki inní landið, þá er útflutningsaðilinn tryggður fyrir því fjártjóni sem skapast við höfnunina. Þetta er alþekkt þegar vörur eru sendar til þriðja heims ríkja og þar sem pólitísk spilling ríkir.