Matvælaiðnaður

Matvælaiðnaður getur verið varasamur og tjónþungur iðnaður, það eru kanski ekki mörg tjón á ári en þau tjón sem eiga sér stað geta verið þung fjárhagslega.


Matvælaiðnaður á Íslandi er ein af stærstu undirgreinum iðnaðarins, með rúm 17% af heildarveltu í iðnaði. Þá er fiskvinnsla ekki talin með. Í matvælaiðnaði störfuðu 2013 um 4000 manns sem nemur 12,7% af störfum í iðnaði eða 2,9% af heildarvinnuafli í landinu.

Tryggja hefur komið að vátryggingum hjá ýmsum fyrirtækjum í matvælaiðnaði s.s. Nóa Siríus, Hagabakarí, Subway, Hamborgarafabrikkunni og Mosfellsbakarí.

Í matvælaiðnaði leynast ýmsar hættur sem geta valdið stórum tjónum t.d. vegna framleiðsluábyrgðar, galla í framleiddri vöru, merkingarvilla eða skemmds hráefnis.

Starfsmenn Tryggja búa yfir þekkingu til að meta möguleg tjón í iðnaði ásamt yfirgripsmikillar reynslu í samsetningu á nauðsynlegum vátryggingum sem draga úr mögulegu fjárhagstjóni af völdum óvæntra atburða.

Algengar tryggingar í matvælaiðnaði

 • Ábyrgðartrygging,
 • Framleiðsluábyrgð,
 • Véltækjatryggingar,
 • Víðtæk ábyrgð á vélbúnaði,
 • Rafeindatækjatryggingar,
 • Lausafjártryggingar,
 • Launþegatryggingar,
 • Kæli og frystivörutryggingar,
 • Flutningatrygging,
 • Rekstrarstöðvunartrygging
 • Lögboðnar og frjálsar vátryggingar húseigna.

Ný trygging sem matvælafyrirtæki í útfluttningi ættu að skoða.,
Cargo Rejection getur hentað framleiðsluaðilum í útflutning á viðkvæmu hráefni. Þessi vátrygging tekur á því tjóni sem getur skapast við höfnun á útfluttri vöru. Sem dæmi, taki heilbrigðisyfirvöld í viðkomandi landi ákvörðun að hleypa tiltekinni vöru ekki í dreifingu í landinu t.d. vegna vörugæða eða merkingarvillu á vöruumbúðum, þá er útflutningsaðilinn tryggður fyrir því fjártjóni sem skapast við höfnunina.