Landbúnaður

Við erum perlan í veröldinni, að mínu mati, með frábærar vörur og hreint land og eigum mikla möguleika í gegnum það.
– Guðni Ágústson


Vátryggingar þeirra sem stunda búskap – landbúnað, ylrækt eða skógrækt eru fjölbreyttar. Við hjá Tryggja höfum mikla reynslu í miðlun vátrygginga fyrir landbúnað.

Við höfum aðgang að ýmsum nýjungum og samkeppnishæfum verðum.

Sérþekking okkar spannar allt svið starfseminnar, þ.m.t. búfé, eldi, mjólkurvinnslu, alifuglarækt, ylrækt og kornuppskeru. Ef  búskapur eykst að umfangi eða breyttist á einhvern hátt, t.d. ef tekin er upp smásala, útihátíð er leyfð á landinu eða tekin upp sveitagisting, þá sníður Tryggja einfaldlega vátryggingaverndina að því.

Hér eru nokkrar tegundir landbúnaðartrygginga sem eru í boði hjá Tryggja:

 • Allar tegundir bifreiða, landbúnaðarvéla og tengivagna-tryggingar
 • Fasteigna og útihúsa tryggingar
 • Lausafé í útihúsum
 • All Risk og kaskó tryggingar á vélbúnað og verkfæri
 • Búfénaður – þ.m.t. gripaflutningar, dýrasjúkdómar, banvæn meiðsl gripa í útihúsi og slysasleppingar
 • Rekstrarstöðvunartrygging vegna bruna- og vatnstjóns eða innbrots
 • Launþegatryggingar
 • Frjáls ábyrgð og framleiðsluábyrgðartrygging
 • Mjólk í tanki
 • Vörur í flutningi innanlands
 • Virðisrýrnun á birgðum vegna skemmda
 • Tölvubúnaður í mjólkur- og fóðurróbotum
 • Skemmdir – dagsektir vegna rofs á rafmagni frá affallsvirkjun skv. dreifingarsamningi
 • Sjúkra og slysatryggingar
 • Ábyrgðartryggingar vegna verktöku fyrir þriðja aðila
 • Umhverfistryggingar
 • Málskostnaðartrygging