Flugiðnaður

Aviation in itself is not inherently dangerous. But to an even greater degree than the sea, it is terribly unforgiving of any carelessness, incapacity or neglect.
– Captain A. G. Lamplugh


Lloyd´s of London vátryggingamarkaðurinn er stærsta einstaka miðstöð veraldar fyrir  vátryggingar í flugi. Markaðurinn samanstendur af mörgum svo kölluðum Lloyd´s syndicate en einnig eru í London fjölmörg hefðbundin vátryggingafélög sem bjóða uppá vátryggingar fyrir flugrekstur af öllum stærðum og gerðum.
Hér á landi eru t.d tvenn félög sem bjóða flugtryggingar en það eru Sjóvá og TM.
Flest flugfélög kaupa “flota tryggingu“ á öll loftför sem þeir eiga eða stjórna.
Engin einn vátryggjandi hefur fjármuni né bótasjóði til að gefa út vátryggingu á eigin bækur fyrir meðalstórt flugfélag. Slík trygging er yfirleitt gefin út af fjölda vátryggjanda sem taka litla sneið af mögulegu tjóni, enda getur tjón hlaupið á tugum milljarða.
Þótt flugið sé einna öruggasti ferðamátinn í dag, þá hafa bótakröfur engu að síður numið hundruðum milljarða króna frá því 1911.

Tryggja vinnur með nokkrum af helstu flugvátryggjendum veraldar.
Við getum tryggt:

 • Loftför án hreyfils, einshreyfils og fjölhreyfla
 • flugrekstrartryggingar
 • Ábyrgðartryggingar
 • Farþegatryggingar
 • War Risks Coverages
 • Loss of Licence
 • Ground Crew
 • Ábyrgðartrygging flugvirkja vegna línuskoðunar, viðgerða og check out
 • heilsutryggingar fyrir launþega og verktaka
 • Ábyrgðartryggingu fyrir flugumferðastjórnendur
 • Vátryggingar fyrir mannvirki og flugvelli