Fiskeldi

Tryggja getur vátryggt allar þær áhættur sem steðja að fiskeldi hvort sem á láði eða legi.


Hægt er að skipta fiskeldi niður í mismunandi form en þessi iðnaður nýtur sífellt meiri vinsælda á Íslandi sökum betri þekkingar og góðra skilyrða hér til eldis. Þau helstu eldi sem stunduð  eru í þessum iðnaði eru eftirfarandi:

  • Kvíaeldi: Fiskeldi í netkvíum (netbúrum) í fersku vatni eða söltu.
  • Landeldi: Eldi fiska til slátrunar í tönkum eða kerjum á landi með afrennsli í ferskvatn.
  • Sjókvíaeldi: Eldi á fiski í netbúrum sem komið er fyrir í sjó eða söltu vatni.
  • Heilsárseldi: Hefðbundið eldi í sjókvíum frá 50 gramma göngustærð upp í markaðsstærð.
  • Strandeldi: Eldi fiska til slátrunar í tönkum eða kerum á landi með afrennsli í sjó.
  • Skiptieldi: Eldi á fiski í strandeldi upp í 250–1.000 grömm og framhaldseldi í sjókvíum upp í markaðsstærð.
  • Hafbeit: Slepping gönguseiða til sjógöngu og föngun þeirra sem fullvaxta fiska á sleppistað þegar þeir ganga úr sjó í ferskt vatn, annaðhvort til slátrunar eða flutnings í annað veiðivatn til endurveiða.

Þegar kemur að vátryggingum fyrir fiskeldi á Íslandi eru ekki mörg vátryggingafélög sem sérhæfa sig í slíkum vátryggingum.
Tryggja býður uppá allar þær vátryggingar sem fiskeldisfyrirtæki þurfa í gegnum TM og hjá nokkrum vátryggingafélögum á Lloyd´s.