Ferðamannaiðnaður

Ferðamannaiðnaður er án efa sú grein sem er í hvað mestri sókn í Íslensku atvinnulífi.

Tryggja getur útvegað allar þær vátryggingar sem þurfa þykir í þessum lifandi og skemmtilega iðnaði.


Hottest place on earth er setning sem Íslendingar heyra orðið ansi oft enda skal engan furða því árið 2015 þá munu heimsækja okkur um milljón manns eða rétt tæplega þrefalt fleiri en fjöldi íbúa landsins.

Réttilega eiga fyrirtæki og verktakar í þessum iðnaði að hafa réttar vátryggingar því ábyrgðin er mikil að bera ef til slyss kemur á þeim ferðamönnum sem viðkomandi ferðaþjónusta ber ábyrgð á.

Tryggja hefur sinnt mörgum tjónamálum hjá einstaklingum sem hafa orðið fyrir tjóni eða slysi í skipulagðri ferð þar sem ferðaþjónustuaðilinn var ekki með sínar vátryggingar á hreinu.

Ef það gerist þá liggur skaðabótaábyrgðin öll á því fyrirtæki sem skipulagði ferðina.

Dæmi um þær vátryggingar sem ferðaþjónustuaðilar eiga að vera með eru;

 • Ábyrgðartryggingu vegna tiltekinnar ferðaþjónustu
 • Almennar ábyrgðartryggingar vegna skaða eða skaðsemi sem af rekstrinum hlýst
 • Hótel og veitingastaðir eiga hafa húseigendaábyrgð á eigninni sem reksturinn er í
 • Launþegatryggingar
 • Slysatryggingu á leiðsögufólki
 • Sjúkra og slysatryggingu á eigendur/framkvæmdastjóra
 • Ef um bílaleigu er að ræða þá ábyrgð og kaskó
 • Ábyrgðartryggingu á vélsleðum, fjórhjólum með skilgreindri notkun ferðamanna
 • Bruna, vatns og innbrotstryggja útbúnað í geymslu s.s. galla, hjálma, björgunarvesti, báta og þessháttar
 • Brunatryggja véltækjakost sé hann ekki í kaskó
 • Cyber vátryggingu
 • Ferðaskrifstofutryggingu (Alferðatrygging)
 • Cancellation vátrygging vegna lokunar á lofthelgi, gjaldþrots ferðaskrifstofu eða flugfélags