Almennar fyrirtækjatryggingar

Er fyrirtæki þitt með réttar vátryggingar á réttum iðgjöldum miðað við áhættu?


Þegar vá ber að höndum er gott að vera í viðskiptum hjá Tryggja. Við heimsækjum um tvö til þrjú hundruð fyrirtæki á ári og förum yfir vátryggingar þeirra. Það að hafa traustan aðila sem veit, hvað markaðurinn er að greiða í iðgjöld og hvernig þróun iðgjalda og tjóna er í tilteknum greinum, er ómetanlegt í áhættustýringu fyrir fyrirtækið þitt.

Almennar fyrirtækjatryggingar eru flóknar og líka nauðsynlegar til að vátryggja að rekstrarhæfi sé til staðar ef á reynir.  Skilmálarnir eru hilluvörur sem þarf að setja saman í pakka eftir hentugleika hvers fyrirtækis um sig.
Þessar vátryggingar eru helstar:

 • Bifreiðatryggingar
 • Ábyrgðartryggingar
 • Launþegatryggingar
 • Lausafjártryggingar/eignatryggingar
 • Brunatryggingar
 • Rekstrarstöðvunartryggingar
 • Víðtækar eignatryggingar
 • Rafeindatækjatryggingar
 • Kæli og frystivörutryggingar
 • Farmtryggingar
 • Sjótryggingar
 • Starfsábyrgðartryggingar
 • Stjórnendaábyrgð (D&O)