Tjónadeildin

Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða tjón á eignum, þá hefur Tryggja ehf. bæði verkfærin og þekkinguna til að aðstoða þig við að leita réttar þíns. Aðalatriðið er að láta reyna á rétt sinn til skaðabóta.


Ef þú lendir í tjóni, þá vilt þú fá ráðgjöf hjá aðilum sem starfað hafa hjá tjónadeildum vátryggingafélaganna.  

Hvort sem það er slys eða tjón á munum þá hefur tryggja verkfærin og þekkinguna til að aðstoða þig við að leita réttar þíns.  Við höfum á að skipa mikilli reynslu á þessu sviði með starfi innan tjónadeilda vátryggingafélaganna.  Samstarf við lögmenn gefur möguleika á að halda máli opnu ef málin fara að snúast í þá áttina.  Komdu með málið til okkar og við metum hvort við teljum málið innan skilmála eða ekki.  Það borgar sig að kanna málið.

Við hjá Tryggja erum tilbúnir að taka viðskiptalega áhættu með þér, teljum við möguleika á að gera tjónið bótaskylt.

Ef einstaklingur slasast í umferðarslysi þá þarf ekki að sanna sök, allir í ökutækinu eru vátryggðir samkvæmt lögum.
Einstaklingar eru gjarnan með nokkrar vátryggingar, sem að öllu jöfnu ættu að tryggja bætur vegna slysa eða sjúkdóma.
Það getur þó reynst leikmönnum erfitt að bera kennsl á bótaréttinn.
Við erum sérfræðingar í eignatjónum, aðstoðum við uppgjör til að hámarka bætur og koma í veg fyrir frekara tjón.
Fæst tjón verða þó að fullu bætt.
Það getur oft verið snúið að átta sig á því hvort ábyrgðartjón af völdum þriðja aðila sé bótaskylt.
Komdu með málið þitt  til okkar, það getur margborgað sig.

Stærri fyrirtæki sem hafa miklar eigináhættur eða taka stóra „stopp loss“ samninga þurfa þekkingu á að „reka“ tjónadeild þegar tjón ber að höndum.  Tryggja.is býður aðstöðu til að sjá um slíkt.  Dæmi gæti verið hjá stóru fyrirtæki sem ekki hefur ábyrgðartryggingu á sínum rekstri hér innan lands og ef tjón kemur upp þá fer sú tjónaumsýsla, samskipti við tjónþola, utanumhald tjónáætlunar og lokun tjóns,  í gegnum Tryggja.

“Tryggja tók að sér mitt mál og það leiddi til fullnaðarsigurs, eftir að hafa verið hafnað af vátryggingafélaginu mínu.  Skilningur á skilmálum var þar mikilvægastur.  Ekki var vátryggingafélagið þess bært að átta sig á því að ég var alltaf með bótaréttinn mín megin.”
Sigurdur Ingason, bifreiðastjóri

“Tryggja aðstoðaði fyrirtæki mitt eftir stórbruna á veitingastað í miðri Reykjavík, þar sem húsnæðið var í okkar eigu.  Vátryggingafélagið hafði komið með tillögu að uppgjöri sem var heldur lágt en starfmaður Tryggja kom með nýja nálgun á verkefnið, auk þess að gera nýtt kostnaðarmat vegna tjónsins. Það gerði það verkum að við komum klakklaust frá þessu verkefni.  Ég mæli hiklaust með því að fá þessa aðstoð, því án hennar hefði ég tapað fullt af peningum.”
Aðalsteinn Gíslason, hótelrekandi