Sumarhúsatryggingar

Hvort sem um er að ræða slys á fólki eða tjón á eignum, þá hefur Tryggja ehf. bæði verkfærin og þekkinguna til að aðstoða þig við að leita réttar þíns. Aðalatriðið er að láta reyna á rétt sinn til skaðabóta.


Í Sumarhúsatryggingu er hægt að tryggja bæði sumarhúsið sjálft og innbú þess. Við mælum með því að innifaldar séu bæði tryggingar fyrir innbúið og sumarhúsið sjálft en tryggingataki hefur valið. Með því að hafa innifalda tryggingu fyrir innbúið myndast sjálfkrafa vernd á innbúið hjá Viðlagatryggingu Íslands vegna náttúruhamfara. Vátryggingarfjárhæð sumarhússins miðast ávallt við brunabótamat sem unnið er af Fasteignamati ríkisins en tryggingataki velur sjálfur það innbúsverðmæti sem hentar.

Hvað er innifalið í Sumarhúsatryggingu?

 • Sumarhúsatrygging er samsett úr mörgum mismunandi tryggingum/bótaþáttum en sumarhúsatrygging er sett upp á þrjá vegu og þú velur þá tryggingu sem hentar þér best.

Sumarhúsatrygging TM1 er trygging með takmarkað úrval bótaþátta en hún tekur á þeim helstu stóru tjónum sem get komið fyrir. Með því að velja þessa tryggingu borgar þú lægra iðgjald því ásamt færri bótaþáttum ber hún hærri eigin áhættu en hinar tvær.

 • Sumarhúsatrygging TM2 er víðtæk trygging með miklum valmöguleikum.
 • SumarhúsatryggingTM3 er með sömu bótaþætti og TM2 en er með lægri eigin áhættur. Þú greiðir hærra iðgjald en berð minni eigin áhættu ef til tjóns kemur.
 • Einnig er hægt er að bæta við Sumarhúsatryggingu TM2 og TM3 valkvæðum tryggingum fyrir gróðurinn, eigur vina og vandamanna, ýmis tæki í eða við sumarhúsið, heita pottinn, viðbyggingu og/eða sólpall. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt yfir bótasvið Sumarhúsatryggingar TM1, TM2 og TM3. Í Sumarhúsatryggingu er hægt að kaupa tryggingar bæði fyrir sumarhúsið og/eða innbúið. Misjafnt er þó hvort tryggingaliðirnir/bótaþættirnir nái yfir bæði sumarhúsið og innbúið eins og sjá má í töflunum hér fyrir neðan. Rautt x bendir til þess að viðkomandi tryggingaliður gildir ekki fyrir sumarhúsið eða innbúið.
  Sumarhúsatrygging TM1Grunnvernd
  Ábyrgð húseiganda
  Vátryggt er gegn þeirri skaðabótaskyldu sem fallið getur samkvæmt íslenskum lögum á vátryggðan sem eiganda húseignar.Brunatrygging innbús
  Tryggingin bætir tjón á innbúi vegna bruna, eldsvoða, eldingar eða sprengingar, svo og skyndilegs sótfalls frá kynditækjum. Undanskilin eru tjón vegna sviðnunar eða bráðnunar sem ekki verða talin eldsvoði ásamt tjóni frá glóð vegna tóbaksreykinga og eldstæða. Brunatrygging fyrir sumarhúsið sjálft er gefin út sér og er lögboðin trygging.Vatnstjónstrygging
  Að lenda í vatnstjóni getur haft í för með sér kostnað sem hleypur á milljónum króna og því er hún mjög mikilvæg trygging fyrir fasteignina þína.Innbrots- og skemmdarverkatrygging
  Tryggingin bætir tjón sumarhúsi og á innbúi þess vegna innbrots eða tilraunar til innbrots í læst sumarhús. Það er skilyrði að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn. Undanskildar eru skemmdir á póstkössum.

  Fok og óveður
  Fasteignatrygging bætir skemmdir á húseign sem er bein afleiðing af ofsaveðri, eða roki yfir 28,5 metrum á sekúndu. Undanskilið er tjón af völdum sandfoks.

  Glertrygging
  Glertrygging bætir brot á venjulegu rúðugleri og miðast bætur við venjulegt, slétt rúðugler.

  Þjófnaðar- og ránstrygging – innbú
  Tryggingin tekur til þjófnaðar úr ólæstu sumarhúsi ásamt töku vátryggðra muna með líkamlegu ofbeldi eða hótun um að beita því þegar í stað. Vátrygging bætir þó ekki tjón vegna þjófnaðar úr mannlausu sumarhúsi eða sumarhúsi sem vátryggður leigir öðrum.

  Brots-, hruns- og sigtrygging
  Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns á sumarhúsinu ef innanhúsloftklæðning, naglföst innrétting eða hlutar þeirra falla niður vegna skyndilegrar bilunar. Einnig eru bættar skemmdir sem verða á innbúi af völdum þess að munir úr innbúi detta niður og brotna án utanaðkomandi áhrifa ásamt tjóni af völdum sigs. Tryggingin bætir ekki skemmdir sem verða þegar verið er að færa hluti til né skemmdir sem valdið er með því að toga í þá, fella eða henda þeim niður.

  Skýfall og asahláka
  Tryggingin bætir tjón á húseign ef yfirborðsvatn flæðir inn af völdum skyndilegrar úrhellisrigningar eða snjóbráðar og vatnsmagn verður það mikið að jarðvegsniðurföll leiða ekki frá.

  Skammhlaupstrygging – innbú
  Tryggingin bætir skemmdir á rafmagnstækjum vegna skammhlaups í þeim. Tryggingin bætir ekki tjón á tækjum sem eru eldri en 10 ára eða tjón sem ábyrgðarskírteini nær til.
  Umferðaróhapp – innbú

  Tryggingin bætir skemmdir á innbúi sumarhúss sem er í ökutæki er lendir í umferðaróhappi og fást ekki bættar úr öðrum tryggingum. Tryggingin bætir þó ekki þegar flutt er gegn gjaldi eða þegar um búferlaflutninga er að ræða.

  Hreinlætistæki
  Tryggingin greiðir brot á fasttengdum heimilistækjum, svo sem vöskum og baðkerum, sem rekja má til óvæntra og skyndilegra atburða. Undanskilinn er kostnaður við aftengingu, uppbrot og uppsetningu.

  Frostsprungur
  Tryggingin bætir tjón sem verður ef hitakerfi húss bilar skyndilega með þeim afleiðingum að innanhús vatnsleiðslukerfi springur í frosti.

  Snjóþungi
  Tryggingin greiðir tjón á fasteign sem er afleiðing skyndilegs snjóþunga sem sligað hefur þak eða veggi hennar. Þó bætir tryggingin ekki tjón af völdum snjóflóða, né tjóns sem rekja má til byggingargalla.

  Sótfall
  Tryggingin greiðir bætur vegna tjóns af sökum skyndilegs sótfalls frá eldstæðum og kynditækjum
  Viðbótarvernd

  Innbúskaskó sumarhús
  Innbúskaskó er hægt að kaupa sem viðbót við sumarhúsatryggingu TM2 og TM3. Tryggingin bætir tjón á lausafjármunum úr innbúi sumarhússins sem ekki fæst bætt úr öðrum tryggingaliðum sumarhúsatryggingar.

  Kæli- og frystivörur – innbú
  Tryggingin bætir skemmdir á frystikistu eða ísskáp svo og matvælum í þeim sem verða vegna þess að rafstraumur rofnar skyndilega og óvænt. Vátryggingin bætir ekki tjónið á frystikistunni, skápnum eða ísskápnum ef munir þessir eru eldri en 5 ára.

  Ofhitun á þvotti – innbú
  Tryggingin bætir skemmdir á þvotti af völdum ofhitunar í þvottavél eða þurrkara sem stafar af bilun í rafeindabúnaði þvottavélarinnar eða þurrkarans. Staðfestingu þarf frá viðurkenndu verkstæði eða viðgerðaraðila að um bilun í rafeindabúnaði vélarinnar sé að ræða.

  Gróðurinn
  Tryggingin tekur til skemmda á gróðri á lóð vátryggðs sumarhúss vegna bruna, óveðurs, snjóþunga, aurskriða, snjóflóða og skemmdarverka vegna bótaskylds tjóns.

  Eigur vina og vandamanna – innbú
  Tryggingin tekur til persónulegra eigna vina og vandamanna vátryggðs sem eru gestir í sumarhúsi vátryggðs og bætir tjón vegna bruna, innbrotsþjófnaðar og vatnstjóns. Það er skilyrði greiðsluskyldu að á vettvangi séu greinileg og ótvíræð merki þess að brotist hafi verið inn.

  Orlofstækjatrygging
  Tryggingin tekur til tjóns á vélknúnum / óvélknúnum orlofstækjum sökum bruna, innbrotsþjófnaðar og vatnstjóns.

  Gervihnattadiskur
  Tryggingin tekur til tjóns af völdum bruna, óveðurs, þjófnaðar við innbrot og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar þjófnaðar.

  Viðbygging / sólpallur
  Tryggingin bætir tjón af völdum bruna, óveðurs, þjófnaðar og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar bótaskylds tjóns. Einnig tekur vátryggingin til vatnstjóna á viðbyggingu.

  Heitur pottur
  Tryggingin tekur til tjóns af völdum bruna, óveðurs, þjófnaðar og skemmda á hinu vátryggða sem valdið er af ásetningi í kjölfar þjófnaðar ásamt frostsprungum í lagnakerfi heita pottsins.