Skemmtibátatryggingar

Það að eiga bát er draumur margra en því fylgir líka mikil ábyrgð og því ber að vátryggja sig frá mögulegu tjóni sem þú getur valdið öðrum.


Vinsældir skemmtibáta hafa aukist mikið á Íslandi seinustu ár. Til að tryggja öryggi slíkra báta, hvað varðar sjófærni þeirra, búnað og siglingu, ber að gæta að ýmsum skilyrðum sem gilda um notkun þeirra og fleira.

Skemmtibátar (recreational craft) er hvers konar bátur, ætlaður til íþrótta og tómstunda, óháð knúningsmáta, með bollengd frá 2,5 m til 24 m. Ekki skiptir máli þótt sama bát megi nota í atvinnuskyni, sé hann settur á markað (þ.e. fluttur inn og/eða tekinn í notkun sem skemmtibátur).

Um skemmtibáta og búnað þeirra gildir annars vegar reglugerð

168/1997, fyrir báta 2,5-24 m sem komið hafa inn á Evrópska efnahagssvæðið fyrir 1998 (CE-merktir bátar). Hins vegar reglur nr. 592/1994, fyrir aðra báta sem eru 6-15 m (Norðurlandareglur).

Auk þess gilda reglur um skoðun, skráningu, skipstjórnarréttindi og björgunar- og öryggisbúnað fyrir skip frá 6 m.

Heimild fengin frá Samgöngustofu.

Tryggja sér svo um að vátryggja bátinn, kerru, veiðafæri, geymsluskýli, galla, vesti, hjálma og þá lausamuni sem snýr að því sporti sem stundað er.

Hér fyrir neðan má sjá nánar hvaða kröfur eru gerðar varðandi Skemmtibáta.

https://www.landsbjorg.is/assets/slysavarnirfritimi/kynningarbaeklingur_innfl_skemmtibata[1].pdf

http://www.samgongustofa.is/siglingar/krofur-til-skipa/skemmtibatar/algengar-spurningar-um-skemmtibata/