Leiguvernd

Leiguvernd er vanskila- og viðskilatrygging sem kemur í stað bankaábyrgðar eða fjárbindingar vegna leigusamnings.

Leiguvernd er í eigu Tryggja ehf en vátryggð hjá Building Block sjá http://www.buildingblockpcc.com/.


Hvers vegna leiguvernd?

Leiguvernd er einföld vátrygging fyrir leigjendur sem gagnast bæði leigjanda og leigusala. Leiguvernd veitir leigusala vernd gegn vanskilum leigjanda og bætir leigusala tjón á húsnæði. Leiguvernd losar leigjandann við þá kvöð að útvega bankaábyrgð eða tryggingarfé, og leigjandinn þarf ekki að greiða háa fyrirframgreiðslu sem situr svo á bankareikningi í langan tíma, engum til gagns. Leigjandinn greiðir hóflegt iðgjald sem tryggir leigusala gegn vanskilum og viðskilatjóni og vottar áreiðanleika leigjandans.

Leiguvernd er á ábyrgð Tryggja ehf.
Þjónustan er í höndum Tryggja ehf sem er ein elsta vátryggingamiðlun á Íslandi, stofnuð árið 1995.

Hvernig virkar leiguvernd fyrir leigjandann?

Í stað þess að reiða fram háar fjárhæðir og binda fjármagn til lengri tíma, getur leigjandinn greitt iðgjald. Leigjandi með leiguvernd er betri kostur fyrir leigusala og því eykur leiguvernd líkurnar á því að leigjandi komist í leigu á réttum stað og réttum tíma.

Þú getur sótt um hér.

Hvernig virkar leiguvernd fyrir leigusalann?

Leigusalinn getur verið öruggur þrátt fyrir vanskil á leigu eða viðskilatjón á húsnæði. Tryggja.is sér um að gera upp við leigusalann í slíkum tilvikum og sækir síðan endurkröfu á leigjandann. Leigusalinn þarf heldur ekki að taka við og geyma fjárhæðir sem honum ber skylda til að skila aftur með verðbótum í lok tímans.