Íþrótta og sport áhættutryggingar

Vátryggingar íþróttamanna eru skornar við nögl hjá almenningi.  Margur telur sig vel vátryggðan en slíkt er ekki til að dreifa nema viðkomandi hafi keypt viðbótar vernd hjá vátryggingafélagi.

Íþróttamaðurinn sjálfur er oft vantryggður og þá eru líka fjölskyldumeðlimir oft á tíðum illa vátryggðir fyrir áföllum sem skapast af þjálfun, iðkun eða keppni í viðkomandi íþrótt.  Þetta á sérstaklega við ef um börn er að ræða.


Í samstarfi við Sportscover Lloyd´s syndicate bjóðum við nú íþróttafélögum að vátryggja félagsmenn, foreldra, þjálfara og afreksmannastefnu viðkomandi íþróttafélags.

Nokkrar tryggingar sem Tryggja býður uppá eru:

  • Ábyrgðartryggingar þjálfara
  • Ábyrgðartrygging Íþróttafélagsins s.s. mannvirkja og keppnisvalla.
  • Uppeldis samningar tryggðir s.s. útlagður kostnaður endurgreiddur komi til þess að iðkandi þurfi að hætta sinni íþróttaiðkun vegna meiðsla.
  • Slysatrygging ungra íþróttamanna sem tekur á útlögðum kostnaði vegna meiðsla, vátryggir framtennur og vátryggir einnig tímabundinn atvinnumissi foreldris ef iðkandi þarf sólahrings aðhlynningu vegna t.d. beinbrots.
  • Slysatrygging Hagsmunasamtaka leikmanna og þjálfara. Þessi vátrygging tekur á samningsmissi vegna meiðsla.