Heimilistryggingar

Þegar heimilistrygging/fjölskyldutrygging er keypt skiptir máli að skoða hvað sé innifalið og hver þörf fjölskyldunar er.

Vátryggingafélögin á Íslandi eru með mismunandi heimilistryggingar og innihald.  Þau reyna með því að ná til sem flestra.

Þegar slík vátrygging er tekin er mikilvægt að áætla  verðmæti innbúsins.  Markmið vátryggingartökunnar er að koma sem best frá tjóninu ef til þess kæmi og vantrygging fjármuna borgar sig ekki.  Þumalputta reglur hafa verið fundnar upp til að áætla verðmæti eins og einstaklingur eigi um 2,5 – 4 milljónir í eigum inni á heimilinu.  Þetta fer eftir aldri tekjum smekk svo eitthvað sé nefnt.  Í tjónauppgjöri er oft gengið út frá hverju herbergi fyrir sig og hvað þar er að finna.

Einnig skal hafa í huga að vátryggja sérstaklega úr, skartgripi, málverk eða önnur verðmæti sem falla út af norminu.

Hvaða vátrygging er tekin frá vátryggingafélaginu fer eftir stöðu fjölskyldu hvers og eins.


Til upplýsinga þá er hér samantekt frá TM

Heimatrygging TM1

Innbústrygging Ábyrgðartrygging
Heimatrygging TM1 er fyrir þá sem vilja vera með góða innbústryggingu og ábyrgðartryggingu en engar frítímaslysatryggingar.


Heimatrygging TM2

Innbústrygging Ábyrgðartrygging Frítímaslysatrygging
Heimatrygging TM2 er fyrir þá sem vilja hafa góða innbústryggingu og einnig lágmarks frítímaslysatryggingar. Hún hentar til dæmis þeim sem eru að byrja að búa.


Heimatrygging TM3

Innbústrygging Ábyrgðartrygging Frítímaslysatrygging
Heimatrygging TM3 hentar jafnt einstaklingum og fjölskyldum sem vilja vera með góða innbústryggingu ásamt víðtækum frítímaslysatryggingum.


Heimatrygging TM4

Ein víðtækasta innbús-, ábyrgðar- og frítímaslysatrygging á markaðnum
Heimatrygging TM4 hentar jafnt einstaklingum og fjölskyldum sem kjósa eina bestu alhliða tryggingu sem er í boði á markaðnum.

Hvað er innifalið í heimatryggingu TM?

Fjárhæðir á skírteini miðast við þá vísitölu sem var þegar skírteinið var endurnýjað eða gefið út.